Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að stjórnarsvið framkvæmdastjórnar ESB fyrir utanríkisviðskipti - 663 svör fundust
Niðurstöður

Sérstök lagasetningarmeðferð

Flestar lagagerðir Evrópusambandsins eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð þar sem Evrópuþingið og ráðið hafa sama vægi í löggjafarferlinu. Í sérstökum tilvikum er afleidd löggjöf ESB hins vegar samþykkt af hálfu ráðsins með þátttöku Evrópuþingsins eða, í örfáum tilfellum, af hálfu Evrópuþingsins með þá...

Samstarfsráð Arabaríkjanna við Persaflóa

Samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (e. Co-Operation Council for the Arab States of the Gulf, CCASG) eða „Flóaráðinu“ eins og það er yfirleitt kallað var komið á fót árið 1981. Aðildarríki ráðsins eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Konungsríkið Barein, Konungsríkið Sádi-Arabía, Soldánsveldið Óman, Katar og ...

Þjóðabandalagið

Þjóðabandalagið (e. the League of Nations, LN), forveri Sameinuðu þjóðanna, var stofnað árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Því var formlega komið á fót 10. janúar 1920 og hafði það aðsetur í Genf í Sviss. Þjóðabandalagið var fyrsta alþjóðastofnunin sem hafði það markm...

Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?

Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðla...

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

Af hverju gerði Ísland fríverslunarsamning við Kína og um hvað snýst samningurinn?

Ísland hefur lengi sóst eftir fríverslunarsamningi við Kína til að afnema viðskiptahindranir milli ríkjanna og bæta aðgang íslenskra fyrirtækja að kínverskum markaði. Við gildistöku samningsins falla niður tollar af mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga til Kína og sömuleiðis af öllum innfluttum vörum frá Kína,...

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrönn Ólína Jörundsdóttir rannsakað?

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...

Sambandsríki

Sambandsríki (e. federation) er ríkjaheild sem hefur að geyma mörg minni ríki eða fylki sem hafa verulega sjálfstjórn í eigin málum samkvæmt sérstökum samningum eða stjórnlögum. Sem dæmi um þetta má nefna Bandaríki Norður-Ameríku, Þýskaland, Belgíu, Rússland, fyrrum Júgóslavíu og fyrrum Sovétríkin. − Hugmynd...

Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?

Í samningi Króata um aðild að Evrópusambandinu er ekki að finna neitt ákvæði um algjörlega varanlega undanþágu frá sáttmálum, lögum og reglum sambandsins. Samið var um eina sérlausn, vegna sérstakra landafræðilegra aðstæðna í Króatíu, en hún er skilyrðisbundin. Af gögnum málsins verður ekki séð með óyggjandi hætti...

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960? - Myndband

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þess...

Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?

Evrópuvefurinn leitaði svara við ofangreindri spurningu hjá sýslumanninum í Reykajvík. Ekki fengust svör við því hvernig málum væri háttað í Bretlandi en gefnar þær upplýsingar að á Íslandi þarf að sýna fram á hjónavígsluvottorð ef óskað er eftir að hafa hjónabandið skráð. Slíkt er þó ekki nauðsynlegt, en getur ve...

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Hver voru algengustu leitarorðin á Evrópuvefnum árið 2013?

Þátttaka í vefmælingu Modernusar veitir aðgang að ýmsum fróðlegum tölfræðigögnum. Þar má til að mynda sjá hvaða svör eru vinsælust meðal notenda, frá hvaða löndum netumferðin kemur, hvaða vefsíður vísuðu notendum inn á Evrópuvefinn og að hverju lesendur voru að leita í leitarvélum á Netinu þegar þeim var vísað...

Milliríkja-

(intergovernmental) er haft um ákvarðanir, fundi, stofnanir og þess háttar þar sem áherslan er á ríkisstjórnir aðildarríkjanna í stað eigin stofnana ESB. Sameiginlega stefnan í utanríkis- og öryggismálum (SSUÖ) fellur í þennan flokk....

Hafa þrjú voldugustu ríki Evrópusambandsins farið með friði síðan um aldamótin 1900? – Viðbrögð lesanda

Svarið sem hér fer á eftir er fyrsta svarið á Evrópuvefnum sem birt er í flokknum „Viðbrögð lesenda“. Flokkurinn er til merkis um vilja vefsins til að efla upplýsta umræðu með þátttöku lesenda en eins og lesa má á vefnum: [Getur l]esandi sem telur svari áfátt [...] bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höf...

Leita aftur: